Leiðin að Rótunum / Back to the RootsMarkmið verkefnisins er að læra meira um hvernig ungmenni taka þátt í sínu samfélagi, ungmennastarf sem er í boði og æskulýðstefnu bæði á Íslandi og Finnlandi. Í kjölfarið er markmiðið að ræða leiðir sem færar eru við fulltrúa í hverju sveitarfélagi um hvernig hægt væri að fá ungmenni til að taka meiri þátt í hvers konar stefnumótun í þeirra heimabæ. Þú færð tækifæri til að hitta fólk frá Finnlandi og Íslandi ásamt tækifæri til að ferðast bæði til Reykjavíkur og Pyhtää, Finnlandi. Við erum að leita að ungmennum á aldrinum 13-25 til að taka þátt í verkefninu með okkur: Til að sækja um þarf að senda inn umsókn til okkar á Íslensku. Í umsókninni þarf að koma fram stutt kynning á þér og af hverju þú vilt taka þátt. Við viljum líka vita af hverju verkefnið hefði gott af því að hafa akkúrat þig með og hvort að þú hafir áhuga á að blogga. Þú þarft að svara einni spurning á ensku. “How would you describe Húnaþing vestra to someone who has never been here before?” Please send application in an email to jessica[hjá]holar.is Cooperating Municipalities Pyhtää, Finland Húnaþing vestra, Iceland
Comments are closed.
|
Details
Archives
January 2024
Categories |