Verkefnið CAP-SHARE: Byggjum brýr á milli vísindafólks, stefnumótenda og samfélaga (á ensku CAP-SHARE: Building Bridges of Shared Capacity between Scientists, Policymakers, and Communities) hefur hlotið styrk frá Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (Interreg Northern Periphery and Arctic) sem nemur rúmum 120 milljónum króna. Um er að ræða þriggja ára verkefni sem byrjar nú í haustog endar haustið 2027. Markmið verkefnisins er að valdefla ungt fólk og styrkja tengsl vísindafólks og stefnumótenda í samfélögum á norðurslóðum þegar kemur að ákvarðanatöku varðandi verndun líffræðilegrar fjölbreytni og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Áhersla verður lögð á samvinnu við ungmenni og áðurnefndir hópar munu taka þátt í vinnustofum þar sem rödd allra fær að heyrast. Þátttakendur í verkefninu eru Náttúruminjasafn Íslands, Selasetrið, Húnaklúbburinn og sveitarfélagið Húnaþing vestra ásamt samtökunum Arctic Frontiers í Noregi og Háskóla Lapplands í Finnlandi. Vinnan mun fara fram að hluta til í netheimum en einnig verða vinnustofur og ráðstefnur haldnar í hverju landi fyrir sig þar sem þrjú þemu munu liggja til grundvallar:
Verkefnið byggir að hluta til á eldra verkefni sem Jessica Aquino, dósent við ferðamáladeild Háskólans á Hólum leiddi og nefndist Youth for Arctic Nature. Jessica mun einnig vinna við nýja verkefnið ásamt Cécile Chauvat en hún hefur verið ráðin til Náttúruminjasafnsins sem starfsmaður verkefnisins og verður hún með starfsstöð á Hvammstanga. English New Interreg NPA project - CAP-SHARE We are pleased to announce our new project CAP-SHARE: Building Bridges of Shared Capacity between Scientists, Policymakers, and Communities which has received funding from the European Union's Northern Periphery and Arctic Program amounting to 120 million ISK. It is a three-year project that starts this fall and will end in the fall of 2027. The goal of the project is to empower young people and strengthen the relationship between scientists, policymakers, and Arctic communities when it comes to decision-making regarding the protection of biodiversity and climate change mitigation. Emphasis will be placed on cooperation with young people and the aforementioned groups will participate in workshops where everyone's voice can be heard. The participants in Iceland are the Natural History Museum of Iceland, the Icelandic Seal Center, the municipality of Húnaþing vestra, and the youth club Húnaklúbburinn. They will work together with Arctic Frontiers in Norway and the University of Lapland in Finland. Some of the work will be carried out online, but local workshops and events will be also held in each country, based on three themes:
The project is partly based on an past project called Youth for Arctic Nature led by Jessica Aquino, associate professor in the Rural Tourism Department at Hólar University. Jessica will also work on the new project together with Cécile Chauvat, who has been hired by the Natural History Museum as an employee of the project and will be based in Hvammstangi. Comments are closed.
|
Details
Archives
September 2024
Categories |